Iðavellir 7 vígðir í dag
Í dag var æfinga- og keppnissvæðið að Iðavöllum 7 vígt formlega og fengu yngri flokkar Keflavíkur það þá afhent til afnota. Uppbygging svæðisins er hluti af samningi knattspyrnudeildar og Reykjanesbæjar um uppbyggingu knattspyrnuaðstöðu í Keflavík. Völlurinn að Iðavöllum hefur verið í notkun um tíma en nú er þar kominn búninga- og salernisaðstaða sem hefur sérlega vantað. Þar verður nú aðalæfinga- og keppnisaðstaða yngri flokka Keflavíkur.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhenti knattspyrnudeild húsið fyrir hönd bæjarins og lagði áherslu á að áfram yrði haldið með uppbyggingu aðstöðu við Iðavelli og aðalvöllinn við Hringbraut en auk þess er verið að undirbúa uppbyggingu á nýju svæði við Reykjaneshöllina.
Iðavellir 7.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og
Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Aðstaðan að Iðavöllum er orðin til fyrirmyndar.