Ingvar þjálfar 2. flokk
Ingvar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá Keflavík. Það þarf ekki að kynna Ingvar fyrir þeim stuðningsmönnum Keflavíkur sem eru komnir til vits og ára en hann lék með meistaraflokki um árabil og var einn ástsælasti leikmaður liðsins. Ingvar lék með yngri flokkum félagsins og hóf að leika með meistaraflokki árið 1980. Hann lagði skóna á hilluna árið 1993 og hafði þá leikið nær allar stöður á vellinum á ferlinum. Ingvar lék 104 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 10 mörk. Hann lék einnig með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands. Við bjóðum Ingvar velkominn til starfa og óskum honum góðs gengis í starfinu framundan.
Mynd: Jón Örvar Arason