Ingvi Rafn á góðri leið
Ingvi Rafn Guðmundsson missti af nánast öllu keppnistímabilinu 2005 þegar hann ökklabrotnaði eftir alvarlegt slys í leik á móti ÍBV 3ju umferð Landsbankadeildarinnar. Ingvi er væntanlega að sjá á bak þessum erfiða tíma sem tekið hefur 7 1/2 mánuð. Milli jóla og nýárs voru skrúfur og naglar fjarlægðir úr ökkla leikmannsins. Þegar hann verður gróinn sára sinna vegna þeirrar aðgerðar og saumar fjarlægðir ætti Ingvi Rafn að geta hafið æfingar um miðjan janúar og verður því vonandi kominn á fulla ferð þegar um miðjan febrúar. Það er engin spurning að Ingvi Rafn mun verða Keflavík gríðarlegur liðstyrkur enda pilturinn í hópi efnilegustu leikmanna landsins. ási
Ingvi Rafn slakar á.
(Mynd: Jón Örvar Arason)