Ingvi Rafn Guðmundsson skoraði fyrir U-21 árs landsliðið gegn Króötum á útivelli í dag. Ingvi kom íslenska liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma hálfleiksins. Króatar skoruðu síðan sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok.