Ingvi Rafn í Hollandi
Ingvi Rafn Guðmundsson er nú staddur í Hollandi þar sem hann leitar enn læknishjálpar til að fá lausn á langvarandi meiðslum sínum. Eins og flestir vita meiddist Ingvi í upphafi síðasta leiktímabils og hefur ekki getað leikið síðan. Hann fór í skoðun hjá læknum þar ytra á þriðjudag og töldu þeir að hægt væri að laga meiðslin með aðgerð. Ingvi fer í aðgerðina næsta þriðjudag og vonandi getum við flutt góðar fréttir af stráknum fljótlega.
Ingvi Rafn er nú staddur í Hollandi og fer þar undir hnífinn hjá hinum þekkta hollenska lækni, Dr. Spock.
(Mynd: Jón Örvar Arason)