Ingvi Rafn í U21 árs liðið
Ingvi Rafn Guðmundsson hefur verið valinn í landsliðshóp U21 árs landsliðsins fyrir tvo leiki sem framundan eru hjá liðinu. Eyjólfur Sverrissson, þjálfari liðsins, valdi Ingva Rafn í stað Pálma Rafns Pálmasonar sem þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í U21 árs liðið en hann á að baki leiki með U19 ára landsliði Íslands. Ingvi Rafn er þá þriðji leikmaður okkar í liðinu en þeir Hörður Sveinsson og Jónas Sævarsson eru einnig í hópnum. Við óskum þeim þremenningum góðs gengis og vitum að þeir eiga eftir að standa sig vel og vera Keflavík til sóma.
Ingvi Rafn með boltann í leik gegn ÍBV á dögunum.
(Mynd: Héðinn Eiríksson / Víkurfréttir)