Ingvi Rafn og aðgerðin
Ingvi Rafn Guðmundsson fór í aðgerð á ökkla föstudaginn 25. janúar. Hún var framkvæmd af Dr. Seebauer sem er læknir í Þýskalandi. Aðgerðin gekk vel og strax að henni lokinni hitti Ingvi Rafn sjúkraþjálfara sem vinna náið með Dr. Seebauer og byrjuðu þeir strax að liðka ökklann til. Nú taka við áframhaldandi æfingar og sjúkraþjálfun en Ingvi þarf að vera í gipsi í um fjórar vikur og má hann ekki stíga mikið í fótinn þessar vikur. Því næst fer hann í sprautumeðferð til að byggja upp brjóskið í ökklanum og eftir það ætti Ingvi Rafn að geta farið hægt af stað. Við óskum stráknum góðs gengis og vonumst svo sannarlega til að sjá hann fljótlega með Keflavíkurliðinu.
Mynd: Ingvi Rafn í leik gegn KR (Jón Björn Ólafsson / Víkurfréttir)