Innanhússmót 5. flokks
Íslandsmótið innanhús fór fram hjá 5. flokki í gær, sunnudaginn 4. janúar. Riðillinn sem Keflavík lék í var leikinn í íþróttahúsinu Austurbergi. Keflavíkurpiltar stóðu sig mjög vel, en því miður voru piltarnir heldur værukærir í fyrri hálfleik í tveimur leikjum.
Keflavík var undir 2-0 gegn Þrótti og Leikni í hálfleik, en náði að knýja fram jafntefli áður en yfir lauk. Að öllu jöfnu hefðu piltarnir unnið þessa leiki nokkuð auðveldlega, en svona er jú fótboltinn. Þessi tvö jafntefli þýddu 4 töpuð stig en ÍR piltar, sem við spiluðum við í síðasta leik, höfðu unnið alla sína leiki og því búnir að vinna riðilinn, Keflavík endaði þar með í 2. sæti. Efsta lið riðilsins fer í úrslitakeppnina.
Úrslit leikja hjá Keflavík:
Keflavík - Hamar: 4-1 (Sigurbergur Elísson 2, Baldur Guðjónsson, Magnús Þór Magnússon)
Keflavík - Þróttur: 2-2 (Sigurbergur Elísson 2)
Keflavík - Leiknir: 2-2 (Sigurbergur Elísson 2)
Keflavík - Skallagrímur: 3-0 (Bojan Stefán Ljubicic 2, Sigurbergur Elísson)
Keflavík - ÍR 2-1: (Bojan Stefán Ljubicic 2)
Úrslit allra leikja og lokastaðan eru á eftirfarandi slóð:
http://www.ksi.is/asp/listar/mot.asp?MotNumer=5929
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari