Fréttir

Knattspyrna | 21. janúar 2004

Innanhússmótið hjá 3. flokki

Íslandsmótið í 3ja flokki karla var haldið í íþróttahúsinu í Garði um síðustu helgi.  Strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í mótinu og enduðu í öðru sæti á eftir geysisterku liði Víkings.  Fyrsti leikur Keflvíkinga var gegn Víkingum og áður en Keflvíkingar vissu af þá voru Víkingar komnir yfir 2-0 og bættu síðan 3ja markinu við í fyrri hálfleik.  En okkar strákar löguðu muninn í seinni hálfleik, en töpuðu 1-3.  Hinir leikirnir unnust mjög sannfærandi.  Það má segja að ástæðan fyrir því að við náðum ekki enn betri árangri hafi verið sú að við mættum Víkingum í fyrsta leik.  Á meðan Víkingar komu einbeittir og ákveðnir til leiks, þá tók það okkur dágóðan tíma að ná takti og koma skipulagi á leik okkar og var það skoðun flestra að þegar Keflavíkurliðið var komið á skrið þá hafi það ekkert verið síðra en þetta Víkingslið.
 
Flest liðin sem tóku þátt í þessu móti hafa lagt mikla áherslu á að ná góðum árangri innanhússmótinu, á meðan við Keflvíkingar lítum frekar á þetta sem skemmtilega tilbreytingu frá 11 manna boltanum.
 
Úrslit leikja hjá strákunum okkar:
Keflavík - Víkingur: 1-3 (Björgvin Magnússon)
Keflavík - Njarðvík: 4-1 (Þorsteinn Þorsteinsson 2, Björgvin Magnússon, Helgi Eggertsson)
Keflavík - Þróttur R.: 6-1 (Þorsteinn Þorsteinsson 2, Natan Freyr Guðmundsson, Bjarki Frímannsson, Garðar Eðvaldsson, sjálfsmark)
Keflavík - Reynir/Víðir: 6-3 (Þorsteinn Þorsteinsson 3, Gísli Gíslason 2, Björgvin Magnússon)