Innkastið fyrir lokaleikinn
Þá er komið að síðasta leik sumarsins en það er heimaleikur gegn ÍBV á laugardag kl. 14:00 á Sparisjóðsvellinum. Þetta verður einn af þremur úrslitaleikjum deildarinnar í síðustu umferðinni en Breiðablik, ÍBV og FH berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Hér er komið Innkastið fyrir þennan síðasta heimaleik ársins.