Fréttir

Knattspyrna | 16. nóvember 2006

Intrum Justitia-mót 7. flokks á laugardag

Þá styttist í 7. flokks mót Keflavíkur sem ber nafnið „INTRUM JUSTITIA mótið“.  Leikið verður í Reykjaneshöll laugardaginn 18.  nóvember og hefst mótið kl. 9:00.  Í þetta sinn eru 42 lið skráð til leiks frá 9 félögum; Keflavík, Njarðvík, FH, Breiðablik, ÍR, Grindavík, Víkingi, Stjörnunni og  Þrótti R.  Gera má ráð fyrir um 400 keppendum auk þjálfara, liðsstjóra  og vonandi mikils fjölda foreldra/forráðamanna.  Það má því búast við miklu fjöri í Reykjaneshöllinni á laugardaginn.