Intrum-mót á laugardag
Laugardaginn 5. nóvember fer fram í Reykjaneshöll knattspyrnumót í 5. flokki kvenna. Mótið heitir Intrum-mót 5. flokks en Intrum er einmitt styrktaraðili þessa móts. Mótið hefst kl. 13:00 og mótslok áætluð um kl. 18:00 með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu. Þátttökulið í mótinu auk Keflavík eru Valur, HK, Stjarnan og Breiðablik, spilað er í A-, B-, C- og D-liðum. Eru allir hvattir til að stoppa við í Reykjaneshöllinni og horfa á ungu stelpurnar etja kappi.