Intrum styrkir 6. flokk karla
6. flokkur drengja í Keflavík fékk góða gjöf frá Intrum á dögunum. Um var að ræða 50 flíspeysur frá 66°Norður, merktar Keflavík og Intrum Justitia, auk þess sem þjálfari og aðstoðarþjálfari fengu sitt hvora peysuna líka. Geysimikil ánægja er með peysurnar meðal drengjanna og ekki síður foreldra þeirra og sendir foreldraráð 6. flokks Intrum kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Piltarnir í 6. flokki eldri vígðu peysurnar á Pollamótinu í Eyjum og þess má geta að lokum að öll lið Keflavíkur lentu í 3ja sæti í sínum riðlum.