Fréttir

Íris Una og Katla María framlengja við Keflavík
Knattspyrna | 21. nóvember 2018

Íris Una og Katla María framlengja við Keflavík

Íris Una og Katla María framlengja við Keflavík

Tvíburasysturnar Íris Una og Katla María Þórðardætur hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára léku þær báðar lykilhlutverki í Keflavíkurliðinu í ár þegar liðið tryggði sér sæti í Pepsi deild 2019.

Íris Una hefur spilað alls 56 leiki með meistaraflokki Keflavíkur og skorað 1 mark.  Hún spilaði 17 af 18 leikjum í Inkasso deildinni í sumar og skoraði sitt fyrsta mark með meistaraflokki. Íris Una hefur spilað 16 leiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.

Katla María hefur spilað alls 59 leiki með meistaraflokki Keflavíkur og skorað í þeim 11 mörk.  Hún spilaði alla leikina í Inkasso deildinni í sumar. Katla María hefur spilað 23 landsleiki með U17 ára og U19 ára landsliðum Íslands og skorað 1 mark.

Leikmennirnir hafa báðir verið í lykilhlutverkum í Keflavíkurliðinu síðustu ár og því eru það frábærar fréttir fyrir klúbbinn að þær hafi ákveðið að framlengja sína samninga.