Fréttir

Ísak Óli mun leika með Keflavík í sumar
Knattspyrna | 19. mars 2021

Ísak Óli mun leika með Keflavík í sumar

Ísak Óli er kominn aftur heim í Bítlabæinn. Ísak Óli sem var á dögunum valinn í lokahóp U21 árs landsliðs Íslands sem spilar á lokakeppni EM kemur til okkar á láni frá SønderjyskE sem spilar í Dönsku úrvalsdeildinni. Ísak varð bikarmeistari með liðinu á seinustu leiktíð og lék þar stórt hluverk.
Ísak þekkir vel til enda uppalinn í Keflavík upp allra yngri flokka og við þekkjum hann vel og vitum við hvað í honum býr og mun hann styrkja liðið okkar mikið. Mikið er vænst af Ísak og hlökkum við mikið til að sjá hann aftur í Keflavíkurbúningnum!
Velkominn heim Ísak Óli 
Áfram Keflavík! 💙