Fréttir

Knattspyrna | 15. september 2008

Íslandsbikarinn á loft í kvöld ? - UPPFÆRT kl. 15:52

UPPFÆRT:  Valsmenn hafa dregið sitt lið úr keppni sem þýðir að ÍR er aðeins 3 stigum á eftir Keflavík með 19 stig en Keflavík er með 22 stig.  ÍR er með betri markatölu og vinna þ.a.l. ef liðin verða jöfn að stigum.  Það er því um hreinan úrslitaleik að ræða í kvöld.  ÁFRAM KEFLAVÍK !!
Í dag leikur eldri flokkur Keflavíkur síðasta leik sinn á Íslandsmótinu.  Leikið verður gegn ÍR á Iðavöllum og hefst leikurinn kl. 18:00.  Keflavík "hefur þegar" tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Keflavík er með 25 stig fyrir leikinn en ÍR ingar eru í 2. sæti með 20 stig og geta þ.a.l. ekki náð Keflvíkingum að stigum.  Annar Íslandsmeistaratitill Keflavíkur á árinu mun því fara á loft að leik loknum.  Fyrr í sumar landaði 4. flokkur karla titlinum og svo kemur vonandi sá þriðji í hús þann 27. september.

 


Hvað nær Sverrir Þór Sverrisson að setja mörg mörk í dag??