Fréttir

Knattspyrna | 25. september 2007

ÍSLANDSMEISTARAR!

Keflavík tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í eldri flokki með sigri á ÍR í Breiðholtinu. Um hörkuleik var að ræða milli tveggja sterkra liða. Keflvíkingar skoruðu eina mark leiksins á 22. mínútu úr vítaspyrnu, eftir að einn leikmanna ÍR setti hönd fyrir knöttinn eftir hörkuskot að marki ÍR.  Það var markamaskína flokksins, Jakob Már Jónharðsson sem skilaði knettinum af miklu öryggi neðst í vinstra markhornið, 15. mark Jakobs í sumar.  Bæði lið fengu þó nokkur færi en markverðir liðanna stóðu vaktina vel og vörðu vel það sem á markið kom.  Lokatölur því 0 - 1 og Keflvíkingar náðu þar með einum Íslandsmeistaratitli í hús til félagsins á tímabilinu.  Til hamingju með það „piltar“.

Lið Keflavíkur í leiknum:
Ólafur Pétursson (m) - Karl Finnbogason, Kristinn Guðbrandsson, Garðar Már Newman, Gunnar Magnús Jónsson - Sigmar Scheving, Ragnar Steinarsson, Jóhann B. Magnússon, Haukur Benediktsson - Jakob Már Jónharðsson, Georg Birgisson - Kristján Geirsson, Ívar Guðmundsson, Ólafur Þór Gylfason, Ingvar Georgsson, Jón Ingi Jónsson, Margeir Vilhjálmsson.
Liðstjóri: Steinbjörn Logason.

Auk þeirra sem spiluðu leikinn í kvöld hafa eftirtaldir leikmenn spilað í sumar og þ.a.l. átt stóran þátt í titlinum:
Friðrik Bergmannsson, Guðni Hafsteinsson, Gunnar Oddsson, Hjörtur Harðarson, Jóhann Steinarsson, Júlíus Friðriksson, Unnar Sigurðsson, Zoran Daníel Ljubicic og Þröstur Ástþórsson.

Frétt VF af leiknum
Leikskýrsla
Lokastaðan
Markahæstu leikmenn

 


ÍSLANDSMEISTARAR 2007 í Eldri Flokki - KEFLAVÍK
Efri röð frá vinstri: Steinbjörn Logason, Margeir Vilhjálmsson, Garðar Már Newman, Ragnar Steinarsson, Ívar Guðmundsson, Ingvar Georgsson, Jóhann B. Magnússon, Jón Ingi Jónsson, Kristinn Guðbrandsson og Guðni Hafsteinsson. 
Neðri röð frá vinstri: Karl Finnbogason, Kristján Geirsson, Ólafur Þór Gylfason, Gunnar Magnús Jónsson, Ólafur Pétursson, Georg Birgisson, Jakob Már Jónharðsson, Haukur Benediktsson, Sigmar Scheving og lukkupollinn „Guðnason“.   Ljósmynd VF.

Eftirfarandi ljósmyndir voru teknar af Steinbirni Logasyni og Guðna Hafsteinssyni á leiknum gegn ÍR í kvöld: