Knattspyrna | 1. apríl 2005
Íslandsmeistarar og VISA-bikarmeistarar
Íslandsmeistarar FH og VISA-bikarmeistarar Keflavíkur mætast í Deildarbikarkeppninni á Stjörnuvelli kl. 13:00 laugardaginn 2. apríl. Þetta er fyrsti leikur þessara liða eftir að þau unnu til þessara stærstu verðlauna íslenskrar knattspyrnu sumarið 2004. Jafnframt er þetta fyrsti leikurinn í þriggja leikja hrinu þessara liða en þau sem handhafar þessara miklu titla leika í byrjun maí í meistarakeppni KSÍ. Síðan mætast þau í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar 16. maí, annan í Hvítasunnu, á Keflavíkurvelli. Þar er sannkallaður stórleikur í fyrstu umferð sem örugglega verður sjónvarpað frá. ási