Fréttir

Knattspyrna | 21. janúar 2004

Íslandsmót 3. flokks kvenna

Sunnudaginn 12. janúar lék 3. flokkur kvenna í Íslandsmóti innannhúss.  Spilað var í Fylkishöll í Árbænum.  Stelpurnar voru að spila nokkuð vel í mótinu en því miður voru færin sem þær voru að skapa sér alls ekki að nýtast þennan dag á meðan allt gekk upp hjá andstæðingnum.  Úrslitin í leikjum okkar gefa ekki rétta mynd af gengi liðsins í mótinu.  Einn daginn gengur allt upp og annan daginn gengur ekkert upp, þetta var einmitt þannig dagur hjá okkur.

Úrslit leikja:
Keflavík - FH: 2-2  (Karen Sævarsdóttir, Andrea Frímansdóttir)
Keflavík - ÍBV: 3-5 (Karen Sævarsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir, Eva Kristinsdóttir)
Keflavík - Stjarnan: 5 - 2 (Karen Sævarsdóttir 3, Helena Rós Þórólfsdóttir, Eva Kristinsdóttir)
Keflavík - Fylkir: 1-3 (Helena Rós Þórólfsdóttir)
Keflavík - Víkingur: 0-5

3. flokkur kvenna mun spila æfingaleik við Val í Reykjaneshöll n.k. laugardag og hefst leikurinn kl.10:00.

Elís Kristjánsson, þjálfari