Íslandsmót 4. flokks
4. flokkur karla lék á Íslandsmótinu innanhúss í gær, sunnudag. Leikið var á heimavelli Víkings í Víkinni. Keflavíkurpiltar stóðu sig þokkalega og enduðu í 3. sæti riðilsins af 7 liðum. Spútnik lið mótsins var lið Ungmennafélags Grundafjarðar, en piltarnir af Snæfellsnesinu voru mjög sprækir og sigruðu riðilinn á sannfærandi hátt. Þeir sigruðu í öllum sínum leikjum, nema einum, sem var jafntefli gegn Selfyssingum.
Undirritaður hefur ekki lagt það í vana sinn að setja út á störf dómara en að þessu sinni verður ekki hjá því komist. Dómgæslan á mótinu var Víkingum (mótshöldurum) til vansa. Það var á orði allra þjálfara að annað eins hafi ekki sést. Oft eru þeir svörtklæddu mistækir og er það hluti af leiknum, en í þessu móti var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Dómararnir höfðu ekki nokkra tilfinningu fyrir sínu starfi, óákveðnin í fyrirrúmi og svo kunnu þeir ekki innanhúsreglurnar! Sem dæmi má nefna að í leik Reynis/Víðis gegn
Víkingum var brotið á sóknarmanni Reynis/Víðis innan vítateigs, dómarinn flautaði og dæmdi aukaspyrnu........BEINA AUKASPYRNU sem tekin var inni í vítateig Víkings?! Þarna átti að sjálfsögðu að dæma vítaspyrna. Þegar langt var liðið á mótið var Selfyssingnum Kjartani Björnssyni (klippari, dómari og stuðningsmaður #1 hjá Arsenal) nóg boðið, tók hann sér þá flautu í hönd og dæmdi síðustu leiki mótsins af mikilli röggsemi. Þrátt fyrir vægast sagt slaka og furðulega dómgæslu þá voru allir á því máli að besta lið mótsins hafi sigrað. Til hamingju Grundfirðingar og gangi ykkur vel í úrslitakeppninni.
Úrslit leikja hjá Keflavík voru sem hér segir:
Víkingur R. - Keflavík: 1-2 (Magnús Þórir Matthíasson, Tómas Pálmason)
Keflavík - Grundafjörður: 2-5 (Arnþór Elíasson, ?)
Selfoss - Keflavík: 2-1 (Arnþór Elíasson)
Keflavík - Njarðvík: 3-1 (Fannar Þór Sævarsson 2, Ingimar Rafn Ómarsson)
Reynir/Víðir - Keflavík: 0-2 (Magnús Þórir Matthíasson 2)
Keflavík - FH: 1-3 (Magnús Þórir Matthíasson)
Hér má sjá öll úrslit mótsins:
http://www.ksi.is/asp/listar/mot.asp?MotNumer=5956
Eftirtaldir léku fyrir Keflavík:
Pétur Elíasson (m)
Gylfi Már Þórðarson (m)
Arnþór Elíasson
Davíð Stefán Þorsteinsson
Fannar Þór Sævarsson
Guðmundur Auðun Gunnarsson
Magnús Þórir Matthíasson
Ingimar Rafn Ómarsson
Tómas Pálmason
Gunnar Magnús Jónsson,
þjálfari