Íslandsmót 50 ára og eldri
Ársþing KSÍ um liðna helgi samþykkti að ýta úr vör keppni liða skipuðum leikmönnum 50 ára og eldri. Frestur til að tilkynna þátttöku í þetta mót er til fimmtudagsins 24. febrúar. Reglugerð mótsins er í smíðum. Reiknað er með að henni svipi mjög til 40 ára reglugerðarinnar í eldri flokki.
Við hvetjum knattspyrnukempur í Keflavík til að taka þátt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með hafi samband við Knattspyrnudeild í síma 421-5188 eða á kef-fc@keflavik.is.