Íslandsmót innanhúss um helgina
Íslandsmót meistaraflokka innanhúss verða haldin um helgina. Karlaliðin leika í Laugardalshöll og þar eiga okkar menn titil að verja. Keflavík leikur í C-riðli 1. deildar og hefur leik gegn Gróttu kl. 14:36 á laugardag.
Kvennaliðin leika hins vegar í Austurbergi í Breiðholti og þar eru okkar stúlkur í A-riðli 1. deildar. Þær leika sinn fyrsta leik gegn Breiðabliki kl. 14:23 á laugardaginn. Þessi lið mættust einmitt í undanúrslitum í fyrra og þá unnu Blikastúlkur nauman sigur og urðu síðan Íslandsmeistarar.
Guðmundur með bikarinn eftir Íslandsmótið 2005.
(Mynd af ksi.is)