Fréttir

Knattspyrna | 8. desember 2008

Íslensk knattspyrna 2008 komin út

Íslensk knattspyrna eftir Víði Sigurðsson er einstakur bókaflokkur en þar er að finna allan fróðleik um knattspyrnuiðkun ársins. Allir leikir, öll úrslit, öll mörk, allir markaskorarar, og ótrúlega margar ljósmyndir - í raun allt sem þú þarft að vita um knattspyrnu.

Bók ársins 2008 er 16 síðum stærri en bókin í fyrra, enda hefur fjölgað í efstu deildum.

Bókin er gefin út í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands.

Ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um knattspyrnu, iðkendur jafnt sem aðstandendur.

Í bókinni í ár eru ítarleg viðtöl við: Dóru Maríu Lárusdóttur, Davíð Þór Viðarsson, Hólmfríði Magnúsdóttur og Guðmund Steinarsson.

Litmyndir af öllum meistaraliðum í öllum flokkum á Íslandsmótinu 2008 ásamt bikarmeisturum og landsliðum.  Bókin er gefin út í samstarfi við KSÍ og í henni er að finna úrslit allra leikja í KSÍ-mótum 2008.

Bók númer 28 í röðinni.
Stærri en nokkru sinni fyrr, 240 bls., þar af 80 í lit.
Allt um Íslandsmótið 2008
Allar deildir kvenna
Öll lið og leikmenn
Allir landsleikir í máli og myndum
Fjallað um atvinnumennina erlendis
Yngri flokkarnir
Evrópuleikirnir
Dómararnir
Um 350 myndir, aldrei verið fleiri
Og margt, margt fleira.