Issa Abdulkadir í landslið Sómalíu
Issa Abdulkadir leikmaður Keflavíkur sem kom til liðsins í vor frá Arsenal hefur verið valin í sómalska landsliðið. Issa hefur tvöfalt ríkisfang, breskt og sómalskt, er að sómölskum uppruna og því gjaldgengur í landslið Sómalíu. Sómalska knattspyrnusambandið, Somali Football Federation SFF, hefur sent ósk um að fá Issa til að taka þátt í 29. CECAFA Al-amoudi Senior Challenge Cup í Rúanda. Þessi keppni er elsta mótið sem haldið er í Afríku og er fyrir þjóðir í Austur- og Mið-Afríku. Mótið fram í byrjun desember og stendur yfir í 2 vikur. Keflavík hefur samþykkt beiðnina fyrir sitt leiti og erum við Keflvíkingar stoltir af okkar manni fyrir að vera valin í landslið heimalandsins. Issa var ákaflega glaður við þessi tíðindi og sendir hann öllum vinum og stuðningsmönnum Keflavíkur sínar bestu kveðjur og hann hlakkar mikið til að hefja æfingar aftur með Keflavík í byrjun janúar. ási
Issa í leik gegn FC Etzella í Luxemborg.