Fréttir

Knattspyrna | 30. júlí 2003

Jafnt fyrir norðan

Þór og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í leik efstu liða 1. deildar á Akureyri í gærkvöldi.   Þórarinn Kristjánsson kom okkar mönnum tvívegis yfir í leiknum en heimamönnum tókst að jafna í bæði skiptin.  Fyrst skoraði Þórður Halldórsson og rúmum 10 mínútum fyrir leikslok tryggði Pétur Kristjánsson Þór annað stigið.

Eftir leikinn er Keflavík með 27 stig og Þór hefur 22 en bæði liðin hafa leikið 12 leiki.  Víkingar eru með 20 stig en eiga inni leik gegn botnliði Leifturs/Dalvíkur á fimmtudag.

Akureyrarvöllur, 29. júlí 2003
Þór 2
(Þórður Halldórsson 62., Pétur Kristjánsson 77.)
Keflavík 2(Þórarinn Kristjánsson 45., 71.)

Keflavík (4-3-3):
Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Zoran Ljubicic, Haraldur Guðmundsson, Kristján Jóhannsson - Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson (Scott Ramsay 72.), Stefán Gíslason - Magnús Þorsteinsson (Ingvi Rafn Guðmundsson 88.), Þórarinn Kristjánsson, Hörður Sveinsson
Varamenn: Magnús Þormar, Hjörtur Fjeldsted, Haraldur Axel Einarsson
Gult spjald: Þórarinn Kristjánsson (67.), Zoran Ljubicic (78.)

Dómari:
Egill Már Markússon
Aðstoðardómarar: Guðmundur Heiðar Jónsson og Marinó Steinn Þorsteinsson
Eftirlitsmaður: Árni Jóhannsson