Fréttir

Jafnt gegn Blikum
Knattspyrna | 18. maí 2015

Jafnt gegn Blikum

Keflavík og Breiðablik gerðu jafntefli þegar liðin mættust í 3. umferð Pepsi-deildarinnar en leikurinn fór fram á heimavelli okkar.  Hvort lið gerði mark úr aukaspyrnu og tóku hvort sitt stigið.  Það var Sigurbergur Elísson sem kom Keflavík yfir með glæsilegu aukaspyrnumarki snemma í seinni hálfleik en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði í uppbótartíma.

Næsti leikur er gegn Fjölni á Fjölnisvelli miðvikudaginn 20. maí kl. 19:15.

Leikskýrsla á KSÍ.is

Myndir frá leiknum

  • Þetta var 53. leikur Keflavíkur og Breiðabliks í efstu deild.  Þetta var 13. jafntefli liðanna, Keflavík  hefur unnið 23 leiki en Breiðablik 17.  Markatalan er 90-85 fyrir Keflavík.
     
  • Sigurbergur Elísson skoraði sjötta mark sitt fyrir Keflavík í efstu deild en þetta var 49. leikur hans.
     
  • Einar Orri Einarsson lék sinn fyrsta leik í deildinni í sumar.  Þá var Daníel Gylfason í fyrsta sinn í leikmannahópi Keflavíkur i sumar.
     
  • Guðjón Árni Antoníusson lék sinn 158. leik fyrir Keflavík í efstu deild.  Hann er nú orðinn 9. leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í deildinni og er þar kominn upp fyrir Ómar Jóhannsson.
     
  • Kristján Guðmundsson stýrði liði í 200. sinn í efstu deild eins og kemur fram í frétt Mbl.is.  Kristján hefur stýrt Keflavík í 138 leikjum í deildinni en hann hefur einnig verið með Þór og Val í efstu deild.
     
  • Keflavík hefur fengið eitt stig að loknum þremur leikjum en það þarf að fara aftur til ársins 1996 til að finna álíka byrjun hjá liðinu.  Þá var Keflavík einnig með eitt stig eftir þrjár umferðir en síðan hefur liðið alltaf unnið a.m.k einn af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.  Árin 1997, 2008, 2010 og 2014 vann liðið fyrstu þrjá leiki sína.

Myndir: Jón Örvar Arason