Knattspyrna | 28. febrúar 2005
Jafnt gegn Blikum hjá 3. flokki stúlkna
Sunnudaginn 27. febrúar léku Keflavíkurstúlkur í 3. flokki gegn Breiðabliki í Fífunni og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa þrátt fyrir markaleysið. Frábær barátta var í liðinu og spilaði það skemmtilegan bolta. Stelpurnar voru að skapa sér færi en í vörninni tók Anna Rún markvörður allt sem að marki kom. Þá var gaman að sjá 4. flokks stúlkurnar Fanneyju, Guðrúnu og Böggu koma inn á í síðari hálfleik og koma mjög sterkar inn.