Jafnt gegn FH
Keflavík og FH gerðu jafntefli í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lokatölur urðu 1-1; Sreten Djurovic kom okkar mönnum yfir í fyrri hálfleik eftir um hálftíma leik en Ásgeir Gunnar Ásgeirsson jafnaði fyrir FH-inga um miðjan seinni hálfleik. Þessi úrslit verða að teljast góð, að ná jöfnu á útivelli gegn einu öflugasta liði deildarinnar. Næsti leikur er útileikur gegn Fylki næsta miðvikudag kl. 20:00. Næsti heimaleikur er svo mánudaginn 7. júní kl. 19:15 þegar Víkingar koma í heimsókn. |
|