Fréttir

Knattspyrna | 31. mars 2007

Jafnt gegn Fram

Keflavík og Fram gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikarnum í fimmtudagskvöld.  Okkar menn komust yfir í fyrri hálfleik þegar hornspyrna Guðmundar Steinarssonar hrökk af varnarmanni Framara og í netið.  Kristján Hauksson jafnaði fyrir Fram og seinni hálfleik og jafntefli varð niðurstaðan.  Leikurinn var fjörugur og bæði lið fengu ágætis færi til að bæta við fleiri og m.a. varði Ómar nokkrum sinnum vel frá heimamönnum. 

Eftir leikinn er Keflavík í 4. sæti riðilsins með 10 stig eftir sex leiki.  Fram hefur einnig 10 stig, KR 12 og Breiðablik er efst með 15 stig.  Næsti leikur Keflavíkur er heimaleikur gegn Fjölni miðvikudaginn 4. apríl.  Sá leikur hefst kl. 18:00 í Reykjaneshöllinni.



Ómar átti stórleik gegn Frömurum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)