Jafnt gegn Grindavík
Æfingaleikur gegn Grindavík í gærkvöldi endaði 0-0. Fá marktækifæri litu dagsins ljós og þau sem sáust fóru framherjar liðanna illa með. Greinilegt var á leik liðanna að leikmenn eru að æfa stíft þessa dagana og sporin oft á tíðum þunglamaleg. Æfingahópurinn tók allur þátt í leiknum eins og verið hefur í æfingaleikjunum til þessa.
Byrjunarlið: Ómar, Nicolai, Kenneth, Ivica, Guðjón, Hafsteinn, Einar, Jón Gunnar, Bessi, Magnús og Patrick.
Inn á komu síðan Garðar, Sigurbjörn, Fannar, Högni, Brynjar, Magnús Þórir, Stefán, Þorsteinn, Ólafur Jón.