Fréttir

Knattspyrna | 22. janúar 2008

Jafnt gegn Hetti

Keflavík lék annan æfingaleik sinn í gær.  Leikið var gegn sprækum Hötturum frá Egilsstöðum.  Leiknum lauk með 2-2 jafntefli 2-2 og skoruðu þeir Magnús S. Þorsteinsson (víti) og Patrick Redo mörk Keflavíkur.  Alls léku 24 leikmenn leikinn fyrir Keflavík, allur meistaraflokkshópurinn ásamt sprækum strákum úr 2. flokki, og var leiktímanum skipt bróðurlega á milli þeirra.  Þeir Ivica Skiljo og Kenneth Gustavsson eru komnir til landsins en léku þó ekki með í gær en það gerði hins vegar Jón Gunnar nýkominn að austan.  Þess má geta að Bjarki Freyr Guðmundsson stóð í marki Hattara. 

Mynd: Patrick Redo skoraði gegn Hetti.