Jafnt gegn Íslandsmeisturunum
Það þarf ekki að koma á óvart að leik Keflavíkur og Breiðabliks lauk með jafntefli þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni enda eru liðin jöfn að stigum í deildinni. Lokatölur urðu 1-1 á Nettó-vellinum þar sem Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir snemma leiks en Jóhann Birnir Guðmundsson jafnaði rétt fyrir hlé á sjálfri markamínútunni. Eftir leikinn er Keflavík í 7.-9. sæti deildarinnar með 21 stig.
Næsti leikur er útileikur gegn Fram sunnudaginn 18. september kl. 19:15.
-
Leikurinn var 46. leikur Keflavíkur og Breiðabliks í efstu deild. Þetta var 11. jafntefli liðanna en Keflavík hefur unnið 21 leik en Breiðablik 14. Markatalan er 81-65 fyrir Keflavík .
-
Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði sitt fimmta deildarmark í sumar og er nú markahæstur hjá Keflavík ásamt Hilmari Geir Eiðssyni. Markið var 26. mark Jóhanns fyrir Keflavík í efstu deild og er hann nú í 9.-11. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins frá upphafi ásamt Hauki Inga Guðnasyni og Ólafi Júlíussyni. Næstur þar fyrir ofan er Jón Ólafur Jónsson með 27 mörk.
-
Keflavík náði sína fyrsta stigi á heimavelli gegn Breiðabliki síðan árið 2008. Blikar höfðu unnið tvo síðustu leiki liðanna í Keflavík án þess að Keflavík næði að skora.
Fótbolti.net
,,Í og með er ég sáttur. Auðvitað hefði ég viljað sjá öll stigin og við sköpuðum nóg af færum," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í kvöld.
,,Við spiluðum góðan leik og það eru mikil gæði í Blikaliðinu og þú mátt aldrei gleyma þér. Við héldum vaktina út leikinn en vildum auðvitað fá öll stigin á heimavelli en það tókst ekki og við virðum þetta stig."
,,Við höfum sýnt að það hefur verið mikið jafnvægi í okkar leik í sumar og við erum inní öllum leikjum. Jafnvel þegar við náum okkur ekki á strik gefum við fá færi á okkur og erum tilbúnir til að ná í stig. En við vorum búnir að fara vel yfir að við höfum kastað frá okkur svona leikjum á ögurstundu. Verið full ákafir til að vinna og skora og fengið það svo í bakið og misst af öllu. En við ætluðum ekki að gefa frá okkur punktinn í dag."
Fréttablaðið / Vísir
Keflavík og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Keflavík í kvöld í fjörugum fótboltaleik þar sem bæði lið lögðu allt í sölurnar til að ná í þrjú stig og fara langt með að tryggja sæti sitt í deildinni að ári.
Hefði annað liðið sigrað leikinn hefði það farið langt með að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta tímabili og því má segja að staðan sé óbreytt hjá liðunum eftir leikinn. Bæði lið þurfa einn sigur til að sætið í Pepsí deildinni 2012 sé tryggt.
Ómar 7, Guðjón Árni 4, Brynjar Örn 6, Adam 6, Einar Orri 7, Andri Steinn 7, Jóhann Birnir 6 (Magnús Sverrir -), Frans 6, Hilmar Geir 5, Guðmundur 6 (Grétar -), Ísak Örn 3 (Arnór Ingvi 5).
Morgunblaðið / Mbl.is
Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og lítið annað gerðist en markið sem Tómas Óli skoraði fyrir Blika og jöfnunarmark Keflvíkinga. Í þeim seinni færðist hinsvegar fjör í leikinn og hvert dauðafærið á fætur öðru leit dagsins ljós en mönnum var fyrirmunað að pota boltanum yfir línuna.
Að þessu sinni voru það markmenn liðanna sem voru menn leiksins en þeir björguðu sínum liðum með fínni frammistöðu.
M: Ómar, Adam, Jóhann Birnir, Guðmundur.
Víkurfréttir
Stuðningsmenn Keflavíkur eru ennþá að átta sig á því hvers vegna Gunnar Jarl Jónsson, dómari í leiknum gegn Breiðabliki í gærkvöldi, dæmdi ekki vítaspyrnu þegar markvörður Blika braut á Jóhanni B. Guðmundssyni. Í stað þess að dæma víti fékk Jóhann gult spjald. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er erfitt að átta sig á dómi Gunnars.
„Auðvitað hefði maður viljað sjá þrjú stig og okkur fannst súrt að fá ekki víti þegar Jóhannn Birnir var felldur en jafntefli var heldur ekki svo slæmt. Það er hugur í hópnum og við náðum að leika oft á tíðum vel á milli okkar. Við erum brattir og bjarsýnir í baráttunni og mætum tilbúnir í næsta leik gegn Fram,“ sagði Guðjón Árni Antóníusson, fyrirliði Keflavíkur, eftir leikinn í samtali við Sjónvarp Víkurfrétta.
Pepsi-deild karla, Nettó-völlurinn, 15. september 2011
Keflavík 1 (Jóhann Birnir Guðmundsson 43.)
Breiðablik 1 (Tómas Óli Garðarsson 11.)
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson fyrirliði, Brynjar Örn Guðmundsson, Adam Larsson, Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson (Magnús Sverrir Þorsteinsson 87.), Andri Steinn Birgisson, Hilmar Geir Eiðsson, Guðmundur Steinarsson (Grétar Hjartarson 87), Ísak Örn Þórðarson (Arnór Ingvi Traustason 67.)
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Viktor Smári Hafsteinsson, Ásgrímur Rúnarsson, Magnús Þórir Matthíasson.
Gul spjöld: Jóhann Birnir Guðmundsson (50.), Einar Orri Einarsson (56.), Guðmundur Steinarsson (60.), Brynjar Örn Guðmundsson (90.).
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson.
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson og Leiknir Ágústsson.
Eftirlitsdómari: Eyjólfur Ólafsson.
Áhorfendur: 642.
Jói búinn að jafna...
...og fagnar því hressilega.