Jafnt gegn Sindra
Keflavík gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í Lengjubikar kvenna þetta árið. Lokatölur urðu 1-1 þegar liðið mætti Sindra í Reykjaneshöllinni. Þetta var baráttuleikur þar sem tvö jöfn lið sem áttust við. Með með bara smá heppni hefði Keflavík getað knúið fram sigur í þessari viðureign en það er ekki alltaf spurt að því í fótbolta.
Sindra-stelpur komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik eftir að hafa pressað stíft eftir hornspyrnu. Heba Björg Þórhallsdóttir náði að koma boltanum í netið og staðan orðin 1-0. Fanney Þórunn Kristinsdóttir jafnaði fyrir Keflavík rétt fyrir hálfleik en boltinn fór í stöngina, í markmanninn og þaðan í markið og markið telst því vera sjálfsmark.
Síðari hálfleikur var jafn og þar var leikið nokkuð fast. Bæði lið fengu sín færi og Keflavík heldur fleiri en fleiri mörk sáu ekki dagsins ljós og niðurstaðan því jafntefli.
Næsti leikur er gegn Fram á Framvelli þriðjudaginn 17. apríl kl. 20:00.