Fréttir

Knattspyrna | 23. apríl 2004

Jafnt hjá 3. flokki

Á miðvikudag lék 3. flokkur karla í Faxaflóamótinu gegn Haukum og lauk leiknum með jafntefli 3-3.  Keflavíkurstrákarnir byrjuðu leikinn mun betur og náðu forustunni á 14. mínútu þegar Fannar Óli Ólafsson skoraði.  Á 33. mínútu jöfnuðu Haukar metin en Keflvíkingar komust aftur yfir í næstu sókn á eftir þegar Þorsteinn Þorsteinsson skoraði og þannig var staðan í hálfleik, 2-1 fyrir Keflavík.  Á 63. mínútu bætti Viktor Guðnason við þriðja marki Keflavíkur og nánast gulltryggði sigurinn.  En það getur verið hættulegt að slappa af og reyna að halda fengnum hlut og því komust Keflavíkurstrákarnir að því Haukar skoruðu tvö mörk á síðustu tveimur mínútum leiksins og tryggðu sér jafntefli 3-3.
 
Þessi úrslit eru mikil vonbrigði vegna þess að þetta Keflavíkurlið er mun betra en Haukarnir og á eðlilegum degi ættu Haukar ekki að vera nein fyrirstaða fyrir Keflavík.  En til að vinna verður liðið að vera tilbúið að leggja á sig vinnu og hafa fyrir hlutunum.  Það voru Keflvíkingar ekki tilbúnir að gera og þess vegna fór þetta eins og þetta fór.  Haukarnir spiluðu fast í þessum leik og sáust mörg ljót brot í leiknum.  Eitt brotið var með þeim ljótari sem sést hefur í Reykjaneshöllinni.  Þá tóku tveir leikmenn Hauka sig til og rennitækluðu Theodór Kjartansson samtímis, annar tæklaði hann illa aftan frá og hinn kom á mikilli ferð með sólann á undan sér og sópaði fótunum undan Theodór.  Thedór þurfti að yfirgefa völlinn vegna brotsins og var mesta furða að hann hafi sloppið án þess að slasast illa.
 
Byrjunarlið: Teitur Albertsson, Natan Freyr Guðmundsson, Björgvin Magnússon, Garðar Eðvaldsson, Gísli Gíslason, Bjarki Frímannsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ari Haukur Arason, Fannar Óli Ólafsson, Stefán Lynn Price og Einar Orri Einarsson.
Varamenn: Haraldur Bjarni Magnússon, Vilhjálmur Birnisson, Helgi Eggertsson, Viktor Guðnason, Theodór Kjartansson og Miroslav Potkrajac.