Fréttir

Knattspyrna | 2. september 2005

Jafnt hjá 4. flokki

4. flokkur kvenna lauk keppni s.l. þriðjudag þegar þær sóttu lið Hauka heim á Ásvelli.  Leikurinn skipti ekki neinu máli varðandi stöðu þeirra í riðlinum, þær eru áfram í A-deild en stelpurnar ætluðu þó að klára tímabilið með sigri.  Okkar stelpur voru betri aðilinn í þessum leik og náðu forystu 1-0 í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Sveindísi.  Fanney skoraði af öryggi úr spyrnunni.  Þannig var staðan í leikhlé en hefði getað verið betri með smá heppni.  Um miðjan seinni hálfleik fóru stelpurnar aðeins að gefa eftir en að sama skapi voru Haukar að gera ósköp lítið.  En er um tíu mínutur voru til leiksloka kom smá einbeitingarleysi í varnarleik okkar sem varð til þess að Haukar jöfnuðu leikinn 1-1 sem urðu lokatölur þessa leiks.

4. flokkur kvenna, Haukar - Keflavík:1-1 (Fanney Kristinsdóttir)
Keflavík:
Zohara, Jóhanna, Ingibjörg, Ólína, Eyrún, Jenný, Fanney, Sigurbjörg, Sveindís, Berta, Guðrún, Hulda, Elisa, Isabella, Ingunn, Hera