Fréttir

Knattspyrna | 13. ágúst 2008

Jafnt hjá Keflavík og Breiðablik í hörkuleik

Eldri flokkur Keflavíkur tapaði sínum fyrstu stigum í sumar er þeir gerðu jafntefli gegn liði Breiðabliks á þriðjudagskvöld, leikið var á Iðavöllum  Keflvíkingar spiluðu megnið af leiknum mjög vel en lentu svo í svipuðum vandamálum og meistaraflokkurinn hefur gjarnan lent í í sumar, þ.e. glata niður "öruggu" forskoti! Í hálfleik var staðan 3 - 1 fyrir Keflavík og staðan var 4 - 1 þegar 7 mín. lifðu leiks!  Þá töldu hinir síungu reynsluboltarnir að leikurinn væri í höfn en Blikar voru á öðru máli og settu 3 mörk í lokin og náðu með því að jafna leikinn.  Keflavíkurpiltar áttu nokkur úrvalsfæri á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki og lokatölur 4 - 4 í stórskemmtilegum leik tveggja góðra liða.  Bæði lið tefldu fram mörgum leikmönnum sem gerðu garðinn frægan á árum áður og sáust margir gamalkunnir taktar. Þess má til gamans geta að meðal leikmanna í leiknum voru tveir af þjálfurum úr úrvalsdeildinni, þeir Gunnar Oddsson þjálfari Þróttar og Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.

Mörk Keflavíkur: Jakob Már Jónharðsson 2, Jóhann Steinarsson og Ingvar Georgsson.

Mörk Breiðabliks: Guðmundur Páll Gíslason 2, Kristófer Skúli Sigurgeirsson og Ívar Sigurjónsson.

Lið Keflavíkur: Ívar Guðmundsson (m), Friðrik Bergmannsson, Gunnar Magnús Jónsson, Gunnar Oddsson (Fl.),
Ingvar Georgsson, Jakob Már Jónharðsson, Jóhann B. Magnússon, Jóhann Steinarsson, Ólafur Þór Gylfason,
Ragnar Steinarsson, Sigmar Scheving, Sverrir Þór Sverrisson og Zoran Daníel Ljubicic. 
Þjálfari: Guðmundur Steinarsson.

Lið Breiðabliks: Hörður Ingi Snæhólm (m), Arnar Arnarsson, Ásmundur Arnarsson, Grétar Már Steindórsson,
Guðmundur Páll Gíslason, Ívar Sigurjónsson (Fl.), Jóhann Ásgeirs Baldurs, Kjartan Antonsson og 
Kristófer Skúli Sigurgeirsson.

Dómari leiksins var Skagamaðurinn Ægir Magnússon og stóð hann sig mjög vel.

Leiksýrsla leiksins.

Staðan á Íslandsmótinu.

Markahæstu leikmenn Íslandsmótsins

Næsti leikur Keflavíkur er þriðjudaginn 26. ágúst gegn Leikni.  Hugsanlega verða þó tveir frestaðir leikir settir á fyrir Leiknisleikinn.

 


Liðin að leik loknum.
Efri röð frá vinstri:
Jakob Már Jónharðsson, Njörður Ingi Snæhólm, Gunnar Oddsson, Arnar Arnarsson, Sverrir Þór Sverrisson,
Kjartan Antonsson, Grétar Már Steindórsson, Kristófer Sigurgeirsson, Gunnar Magnús Jónsson, Guðmundur Páll Gíslason og Friðrik Bergmannsson. 
Neðri röð frá vinstri: Jóhann Ásgeir Baldurs, Ívar Guðmundsson, Zoran Daníel Ljubicic, Ingvar Georgsson, Jóhann B. Magnússon,
Ragnar Steinarsson, Jóhann Kr. Steinarsson, Ívar Sigurjónsson, Sigmar Scheving og Ásmundur Arnarsson.

 


Lagt á ráðin í hálfleik.  Jói Steinars, Zoran og Ívar.


Gunni Odds og Zoran í baráttunni.


Áhorfendur voru fjölmargir, en þó flestir úr einni fjölskyldu :-)