Jafnt hjá stelpunum
Keflavík og Fjölnir gerðu 4-4 jafntefli í fyrsta leiknum í Deildarbikar kvenna. Leikurinn fór fram í Laugardalnum í gærkvöldi. Stelpurnar voru að spila vel í leiknum og voru óheppnar að fá þessi mörk á sig. Það voru þær Ágústa Jóna Heiðdal, Bergey Erna Sigurðardóttir, Inga Lilja Eiríksdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir sem skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín.
Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 18. apríl gegn Þór/KA/KS í Reykjaneshöllinni kl. 14:00.