Jafntefli gegn Fram
Keflavík og Fram áttust við í Landsbankadeildinni í gærkvöldi á heimavelli Keflavíkur í frábæru veðri. Þeir rúmlega 600 áhorfendur sem sáu leikinn urðu vitni að einu marki í hvorum hálfleik. Í fyrri hálfleik réðu Keflvíkingar ferðinni og hefðu hæglega átt að skora a.m.k. tvö mörk. Þórarinn Kristjánsson skoraði mark Keflavíkur á 22 mínútu eftir stórgóðan einleik. En okkur hefur gengið illa að setja boltann og naum forysta í hálfleik dugði ekki til sigurs. Í síðari hálfleik átti Keflavíkurliðið ekki sókn sem skapaði hættu og þrátt fyrir að Framarar væru einum leikmanni færri síðustu 20 mínútur leiksins náðum við ekki að skora. Framarar skoruðu sitt mark um miðjan síðari hálfleik. Markið var frekar slysalegt og hefðum við átt að komast fyrir það.
Næsti leikur Keflavíkur verður miðvikudaginn 14. júlí á móti KA hér heima.