Jafntefli gegn HK
Það voru vonbrigði að gera aðeins jafntefli við HK í leik liðanna í Deildarbikarnum á laugardaginn. Keflavík slapp jafnvel með skrekkinn því HK-menn áttu hættuleg færi í seinni hálfleik sem hæglega hefðu getað kostað mörk. Þrátt fyrir að bæði mörk gestanna hafi komið eftir hendi og rangstöðu megum við aldrei hætta fyrr en dómarinn hefur flautað á brotið. Fyrri hálfleikur var líflega leikinn af hálfu Keflvíkinga og Hörður Sveinsson sem kom aftur inn í liðið eftir nokkura vikna fjarveru vegna meiðsla skoraði tvö mörk, á 37. og 41. mínútu og með meiri leikæfingu hefði hann getað bætt við mörkum. Staðan 2-0 í hálfleik og menn voru nokkuð bjartir á framhaldið en það voru HK-menn sem skoruðu mörkin í síðari hálfleik. Á 66. mínútu skoraði Hörður M. Magnússon og það var síðan Stefán G. Eggertsson sem jafnaði leikinn á þeirri 68. Úrslit annara leikja ráða framvindu okkar í Deildarbikarnum.
Byrjunarlið Keflavíkur í leiknum: Magnús Þormar, Ásgrímur, Guðjón Árni, Gestur, Jónas Guðni, Ólafur Ívar, Hólmar Örn, Þorsteinn Atli, Hörður, Kjartan, og Atli Rúnar. Í síðari hálfleik komu þeir Scott og Sigþór inn á og Davíð Hallgrímsson í sinn fyrsta meistaraflokksleik. ási