Fréttir

Knattspyrna | 9. desember 2002

Jafntefli gegn Þrótturum

Keflavík og Þróttur R. gerðu jafntefli í fyrsta æfingaleik vetrarins í Reykjaneshöllinni á laugardaginn.  Okkar menn voru sterkari aðilinn nær allan leikinn og komust í 2-0 með mörkum frá Ólafi Ívari Jónssyni og Magnúsi Þorsteinsson.  Þróttarar náðu hins vegar að  jafna með tveimur mörkum undir lok leiksins.  Ekki náðist að tefla fram sterkasta liðinu í þessum leik og m.a. hvíldu Zoran og Haukur Ingi báðir vegna meiðsla.

Næsti leikur verður gegn FH-ingum í Reykjaneshöllinni næsta föstudag.  Sá leikur hefst kl. 18:30.