Jafntefli í 8 gráðu frosti
Keflvíkingar brugðu sér til Reykjavíkur snemma á laugardagsmorguninn og spiluðu æfingaleik við Víking í 8 stiga frosti. Annars var leikurinn ágætur hjá Keflavík, fínt spil og margar fallegar sóknir sáust. Willum Þór var sáttur með spilamennskuna og liðið í heild.
Mark Keflavíkur gerði Einar Orri Einarsson í fyrri hálfleik með fallegum skalla eftir hornspyrnu. Pétur Georg Markan jafnaði fyrir Víkinga á síðustu stundu.
Keflavík: Árni Freyr, Kristinn Björnsson, Einar Orri, Haraldur Freyr, Brynjar Örn, Sigurður Gunnar, Frans Elvarsson, Magnús Þór, Bojan Stefán, Sigurbergur og Magnús Þórir.
Viktor Smári, Gísli Gíslason og Tómas K Kjartansson komu inn á í seinni hálfleik.
Vetrarmyndir: Jón Örvar