Jafntefli í Kópavogi
Keflavíkurstúlkur gerðu jafntefli við Breiðablik í annarri umferð Landsbankadeildar kvenna s.l. sunnudag. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli við fínar aðstæður. Keflavík hafði í fyrstu umferð tapað naumlega gegn KR á heimavelli, 1-2.
Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur þar sem Blikar voru töluvert sterkari í fyrri hálfleik og uppskáru mark á 21. mínútu. Markið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að Dúfa Ásbjörnsdóttir markmaður Keflavíkur hafði varið skot Blika utan af velli. Knötturinn datt út í teig þar sem Berglind var fyrst að átta sig og setti boltann í autt markið, 1-0. Fleiri urðu mörkin ekki þó Blikar hafi verið nær að bæta við marki en Keflavík að jafna.
Seinni hálfleikur snerist alveg við og var Keflavíkurliðið þá sterkari aðilinn. Salih Heimir Porca breytti uppstillingu liðsins í hálfleik og bar það góðan árangur, liðið náði að halda bolta vel innan liðsins. Vörn, miðja og sókn náðu að tengjast betur og uppskar liðið nokkur hættulega færi, m.a. átti Danka mjög gott skot sem hafnaði í slá heimastúlkna. Á 53. mínútu náði Keflavík að jafna leikinn en þar var Danka á ferðinn með mjög gott skot utan af velli, óverjandi fyrir markvörð Blika, 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki en það var mjög jákvætt hvernig Keflavík náði að vinna sig inn í leikinn gegn góðu Breiðabliksliði. Þegar á allt er horft voru þessi úrslit sanngjörn og þarf Keflavík núna að byggja á þessum úrslitum.
Næsti leikur Keflavík er gegn Fylki föstudaginn 23.maí á Sparisjóðsvellinum í Keflavík kl.19:15.
Lið Keflavíkur: Dúfa, Ester, Björg Ásta, Lilja, Linda, Guðrún Ólöf (Karen), Inga, Björg Magnea, Vesna, Agnes (Íris).
Varamenn: Jelena, Helena, Eva, Rebekka.
Meistaraflokkur kvenna ásamt þjálfurum.