Fréttir

Jafntefli í lokaleiknum
Knattspyrna | 25. ágúst 2012

Jafntefli í lokaleiknum

Keflavík og Grindavík gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferðinni í B-riðli 1. deildar kvenna en leikið var í Grindavík.  Heimastúlkur komusdt yfir strax á 2. mínútu .þegar Þórkatla Albertsdóttir skoraði en Fanney Kristinsdóttir jafnaði stuttu seinna.  Rebecka Salicki skoraði annað mark Grindavíkur og staðan var orðin 2-1 eftir aðeins þrettán mínútna leik.  Það var svo Arndís Ingvarsdóttir sem tryggði Keflavík jafntefli með marki á 72. mínútu leiksins.  Lokatölur 2-2 sem voru reyndar einnig úrslitin í fyrri leik liðanna á Nettó-vellinum.

Keflavík lauk mótinu með 15 stig og varð í 6. sæti af átta liðum í riðlinum.  Fram og HK/Víkingur höfðu fyrir nokkru tryggt sér tvö efstu sæti riðilsins og sæti í úrslitakeppninni.

  • Þetta var fjórði deildarleikur Keflavíkur og Grindavíkur.  Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í sumar en áður höfðu þau unnið sitt hvorn leikinn.
     
  • Þetta var sjötta jafntefli Keflavíkur í 14 leikjum í 1. deildinni í sumar.  Það er félagsmet en áður hafði kvennaliðið mest gert fjögur jafntefli í B-deildinni árið 1992.  Það ár lék liðið reyndar aðeins tíu leiki í deildinni.
     
  • Fanney Kristinsdóttir skoraði þriðja deildarmark sitt í sumar og það tíunda alls í 44 deildarleikjum.
     
  • Arndís Ingvarsdóttir skoraði fyrsta deildarmark sitt í sumar en hún hafði reyndar skorað eitt mark í bikarkeppninni.  Þetta var annað mark Arndísar í 18 deildarleikjum.
     

1. deild kvenna, Grindavíkurvöllur, 24. ágúst 2012
Grindavík 2 (Þórkatla Albertsdóttir 2., Rebecka Salicki 13.)
Keflavík 2 (Fanney Kristinsdóttir 6., Arndís Ingvarsdóttir 72.)

Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, Signý Jóna Bjarnveigardóttir, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir (Kristrún Ýr Hólm 43.).
Varamenn: Telma Rún Rúnarsdóttir, Heiða Helgudóttir, Ólína Ýr Björnsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir.

Dómari: Eðvarð Atli Bjarnason.
Aðstoðardómarar: Ægir Magnússon og Sigurður Smári Hansson.
Áhorfendur: 70.