Jafntefli í roki og rigningu
Það var nú ekki beint glæsilegt veðrið þegar Fylkismenn komu í heimsókn til okkar í gær og spiluðu við okkur í 16. umferð Landsbankadeildarinnar. Hrikalegar aðstæður, hífandi rok og mikil rigning allan leikinn. Liðin létu þó ekki veðrið slá sig út af laginu og náðu oft á tíðum að sýna skínandi knattspyrnu. Keflavík var töluvert betri aðilinn til að byrja með og átti tvö ágætis færi sem ekki nýttust. Fylkismenn skoruðu svo á 22. mínútu þegar Ragnar Sigurðsson skoraði gott mark með skalla af stuttu færi. Áfram hélt Keflavík að sækja og á endanum skoraði Guðjón Árni á 35. mínútu af stuttu færi eftir góða sókn.
Í síðari hálfleik voru Fylkismenn meira með boltann og sköpuðu sér ágætis færi en brást skotfimin í öll skiptin. Í lokin var dæmd vítaspyrna á Keflavík en Ómar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sævars Þórs Gíslasonar á glæsilegan hátt. Fljótlega eftir þetta flautaði góður dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, til leiksloka og jafntefli sennilega sanngjörn úrslit.
Bæði lið sýndu ágætis knattspyrnu þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður og eiga hrós skilið fyrir það. Keflavík er í fjórða sæti með 23 stig þegar tveir leikir eru eftir. KR er nú í öðru sæti með 26 stig og Valur er með 24 stig og leikur gegn Grindavík í kvöld. Spennan verður því í algleymingi fram á síðustu stundu.
Keflavíkurvöllur, 10. september - Landsbankadeildin
Keflavík 1 (Guðjón Antoníusson 35.)
Fylkir 1 (Ragnar Sigurðsson 22.)
Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustavsson, Branko Milicevic - Magnús Þorsteinsson, Einar Orri Einarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hallgrímur Jónasson (Stefán Örn Arnarson 72.) - Þórarinn Kristjánsson, Guðmundur
Varamenn: Magnús Þormar, Benedikt Birkir Hauksson, Garðar Eðvaldsson, Ragnar Magnússon, Bjarki Þór Frímannsson
Gul spjöld: Guðmundur
Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Pjetur Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson
Eftirlitsmaður: Þorvarður Björnsson
Áhorfendur: 380
Guðjón rís á fætur eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)