Fréttir

Knattspyrna | 22. júní 2010

Jafntefli í toppslag

Keflavík og Fram gerðu 1-1 jafntefli í gærkvöldi í toppslag 8. umferðar Pepsi-deildarinnar. Ein breyting var gerð á liði Keflavíkur frá í síðasta leik en Brynjar Örn Guðmundsson kom í stað Haraldar Freys sem var í leikbanni.  Hörður Sveinsson er meiddur sem og Haukur Ingi.

Fram byrjaði með látum og skoruðu strax á 4. mínútu þegar Kristján Hauksson skoraði eftir aukaspyrnu.  Framarar voru hættulegir við mark Keflvíkinga fyrstu 25 mínúturnar en eftir það komust okkar menn meira inn í leikinn og gerðu nokkrar atlögur að marki gestanna.  Guðmundur og Magnús Sverrir áttu báðir skot á markið sem Hannes Þór gerði vel að verja.  Keflavík var því undir í hálfleik og í þokkabót fór Jóhann Birnir meiddur af leikvelli eftir um hálftíma leik.

Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og bæði lið sóttu á víxl.  Ómar var góður í markinu og þap sama má segja um Hannes Þór í Fram-markinu.  Það var ekki fyrr en á 72. mínútu að Keflavík jafnaði metin með stórglæsilegu marki frá Magnúsi Sverri sem hamraði boltann með vinstri í samskeytin.  Lokastaðan 1-1 sem verður bara að teljast nokkuð góð úrslit fyrir okkur því Framarar voru betri ef eitthvað var og áttu hættulegri færi.

Nú er komið að bikarkeppninni en á fimmtudag koma FH-ingar í heimsókn í 16 liða úrslitunum.  Næsti leikur Keflavíkur í Pepsi-deildinni er gegn Val á Vodafone-vellinum næsta sunnudag kl. 16:00.

  • Keflavík og Fram hafa nú leikið 83 leiki í efstu deild.  Keflavík hefur unnið 31 leik og Fram 25 en leikurinn í gær var 27. jafnteflisleikur þessara liða á efstu deildinni.  Markatalan er nú 122-113 fyrir Keflavík.
      
  • Keflavík hefur gengið vel á heimavelli gegn Fram undanfarin ár og aðeins tapað einum af síðustu fjórtán heimaleikjum gegn Frömurum.  Sá leikur kom reyndar árið 2008 og er einmitt leikurinn sem við vildum síst tapa.
      
  • Magnús Sverrir Þorsteinsson er nú orðinn markahæsti leikmaður Keflavíkur í deildinni en hann skoraði sitt annað mark í sumar.  Þar á eftir koma sex leikmenn með eitt mark; Alen, Jóhann Birnir, Guðmundur, Paul, Hörður og Brynjar Örn.
      
  • Eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni er Keflavík með 15 stig og markatöluna 8-8.  Þótt ótrúlegt sé er Keflavík það lið í deildinni sem hefur skorað fæst mörk og fengið fæst á sig en ÍBV hefur reyndar einnig fengið á sig átta mörk.  Það dugar Keflavíkurliðinu í 1.-3. sæti í Pepsi-deildinni.
     
  • Eftir átta leiki síðasta sumar var Keflavík með 14 stig, með markatöluna 14-12 og í 3.-6. sæti.  Á því herrans ári 2008 var liðið komið með 18 stig og markatöluna 20-13 eftir átta leiki í deildinni og var þá í 2. sæti.
     

Fótbolti.net
Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur var sáttur með leik liðsins gegn Fram fyrir utan fyrstu tuttugu mínútrnar.

Keflavík og Fram gerðu 1-1 jafntefli og fóru bæði á topp deildarinnar.
,,Ég er sáttur með 70 mínútur en við vorum alveg út á þekju fyrstu tuttugu," sagði Willum í samtali við Fótbolta.net.

,,Markið setti okkur svolítið útaf laginu. Framarar fylgdu því eftir og hefðu getað slátrað leiknum."

Fréttablaðið / Vísir
Keflvíkingar geta vel við unað en Framarar hefðu átt að vera búnir að skora og tryggja sér sigur. Þeir voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar og betri fram að jöfnunarmarkinu.??
En barátta Keflvíkinga var góð og þeir uppskáru vel.
Ómar 6, Guðjón 5, Brynjar Örn 4, Alen 6, Bjarni 6, Jóhann Birnir 5 (Magnús Þórir 6), Paul 5, Andri Steinn 4,  Hólmar Örn 5, Magnús Sverrir 6, Guðmundur 4.

Morgunblaðið / Mbl.is
Keflvíkingar og Framarar þurftu að sættast á skiptan hlut eftir gríðarlegan baráttuleik þegar liðin mættust í Njarðvík í 8. umferð Pepsí-deildar karla í gærkvöldi. Þjálfarar beggja liða voru nokkuð sáttir þegar Morgunblaðið ræddi við þá að leiknum loknum. Kannski engin furða því þeir eru með liðin sín á toppnum, ásamt Valsmönnum, en öll liðin eru með 15 stig.
M:
Alen, Bjarni Hólm, Magnús Sverrir.

Víkurfréttir / VF.is
Á 74. mínútu báru sóknaraðgerðir Keflvíkingar loks árangur. Hólmar Rúnarsson sótti upp vinstra megin rétt innan vítateigs, gaf fyrir og boltinn fór framhjá marki og út í teiginn. Þar kom Magnús Þórir Matthíasson og náðu honum, gaf honum á nafna sinn Þorsteinsson sem skoraði glæsilega með vinstra fæti, óverjandi fyrir markvörð Fram.
Bæði lið áttu hættulegar sóknir. Bjarni Hólm fékk til dæmis boltann inni í markteig Fram eftir hornspyrnu en náði ekki að koma skoti að markinu og Framarar hreinsuðu frá. Fleiri slík færi mátti sjá á báða bóga.
Lokatölur 1:1 og verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
 
 
Pepsi-deild karla, Njarðtaksvöllurinn, 21. júní 2010
Keflavík 1
(Magnús Sverrir Þorsteinsson 72.)
Fram 1 (Kristján Hauksson 4.)

Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Brynjar Örn Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Alen Sutej, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Paul McShane, Hólmar Örn Rúnarsson, Andri Steinn Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson (Magnús Þórir Matthíasson 27.), Guðmundur Steinarsson fyrirliði.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Arnór Ingvi Traustason, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Sigurður Gunnar Sævarsson, Ómar Karl Sigurðsson.
Gul spjöld: Paul McShane (35.), Guðmundur Steinarsson (56.).

Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Aðstoðardómarar: Frosti Viðar Gunnarsson og Smári Stefánsson.
Eftirlitsdómari: Björn Guðbjörnsson.
Áhorfendur: 1.162.

Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir.