Jafntefli og markaregn í rokinu
Þrátt fyrir leiðindaveður buðu lið Keflavíkur og Þróttar upp á fjörugan leik á Keflavíkurvelli í gær, sunnudag. Lokatölur urðu 3-3 í sveiflukenndum leik þar gestirnir náðu forystu, okkar menn jöfnuðu en Þróttur komst aftur. Með góðum leik komst Keflavík í 3-2 en enn á ný tókst ekki að halda forystunni og Þróttarar jöfnuðu rétt fyrir leikslok. Símun Samuelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík og átti frábæra innkomu; eftir að hafa komið inn á sem varamaður jafnaði hann leikinn og lagði svo upp mark fyrir Hörð sem skoraði þar sitt annað mark í leiknum. Hörður heldur þar með áfram að raða inn mörkunum er kominn í hóp markahæstu leikmanna Landsbankadeildarinnar með 8 mörk í 12 leikjum. Þórarinn Kristjánsson, Jozef Maruniak og Haukur Páll Sigurðsson gerðu mörk Þróttara en besti maður liðsins var án efa markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson.
Keflavíkurvöllur, 7. ágúst 2005
Keflavík 3 (Hörður Sveinsson 33., 80., Símun Samuelsen 78.)
Þróttur 3 (Þórarinn Kristjánsson 26., Jozef Maruniak 53., Haukur Páll Sigurðsson 85.)
Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Baldur Sigurðsson, Gestur Gylfason (Símun Samuelsen 66.) - Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Kenneth Gustavsson, Branko Milicevic - Hörður Sveinsson, Guðmundur Steinarsson
Varamenn: Magnús Þormar, Michael Johansson, Bjarni Sæmundsson, Gunnar Hilmar Kristinsson
Gul spjöld: Guðjón Antoníusson (23.), Guðmundur Steinarsson (62.)
Dómari: Egill Már Markússon
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Leiknir Ágústsson
Eftirlitsdómari: Ólafur Sigurbjörn Magnússon
Áhorfendur: 542
Myndir: Jón Örvar Arason
Hætta við mark Þróttara.
Símun Samuelsen í sínum fyrsta leik og stóð sig vel.
Aðdragandinn að þriðja markinu. Símun fær sendinguna og...
...sendir fyrir markið...
...og Hörður búinn að þruma boltanum í netið.
Markinu fagnað.
Atli brúnaþungur.