Fréttir

Knattspyrna | 27. febrúar 2005

Jafntefli við KR

Keflavík og KR skildu jöfn í Deildarbikarnum í Reykjaneshöllinni á laugardag 1-1.  KR-ingar voru fyrr til að skora þegar Garðar Jóhannsson skoraði á 37. mínútu.  Það var síðan Guðmundur Steinarsson fyrirliði Keflavíkur sem jafnaði á 63. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu.  Bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum en þar við sat.

Myndir: Jón Örvar Arason.


Scotty í baráttu við einn KR leikmann.


Atli Rúnar á ferðinni.


Falur tók Ómar aðeins í gegn eftir leik.