Jako-mót 6. flokks
S.l. laugardag lagði 6. flokkur Keflavíkur leið sína í Mosfellsbæ þar sem keppt var í Jako-móti Aftureldingar. Veðrið lék svo sannarlega við ungu knattspyrnusnillingana sem og þá fjölmörgu áhorfendur sem mættu á knattspyrnusvæðið að Tungubökkum. Keflavíkurpiltar stóðu sig með miklum ágætum og B-liðið sigraði t.a.m. í öllum sínum leikjum.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og var Mosfellingum til mikils sóma. Piltarnir fóru glaðir í bragði heim með verðlaunapening, vatnsbrúsa, liðsmynd og lítinn fótboltakall!
Myndirnar hér að neðan tók Skarphéðinn Njálsson á mótinu.