Fréttir

Knattspyrna | 25. júní 2007

Jakob Már með FIMM í stórsigri!

Keflavík eldri spilaði í gær gegn Reyni S. á Íslandsmótinu og var leikið á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.  Það er skemmst frá því að segja að yfirburðir Keflvíkinga voru algjörir.  Fimm mörk í hvorum hálfleik og lokastaðan 0 - 10.  Sandgerðingar voru yfirspilaðir og hefðu mörkin allt eins getað orðið mun fleiri.  Keflvíkingar urðu mjög sókndjarfir þegar á leikinn leið og við það opnaðist nokkrum sinnum greið leið að marki Keflavíkur.  Þrátt fyrir að eiga nokkur ákjósanleg færi þá tókst Reynismönnum ekki að koma knettinum framhjá hinum útsjónarsama og snjalla markverði Keflvíkinga, Ívari Guðmundssyni.  Þess má geta að þjálfari Keflvíkinga í þessum leik var markaskorarinn Guðmundur Steinarsson.

Mörk Keflavíkur voru sem hér segir:
3. mín.   Þröstur Ástþórsson skoraði eftir sendingu frá Jakobi Má.
5. mín.   Zoran Daníel Ljubicic skoraði eftir sendingu frá Ragnari Steinarssyni.
25. mín.  Jakob Már Jónharðsson skoraði eftir að hafa unnið knöttinn af varnarmönnum Reynis.
32. mín.  Jakob Már Jónharðsson skoraði eftir sendingu frá Georgi Birgissyni.

44. mín.  Ívar Guðmundsson markvörður skoraði úr víti sem Þröstur Ástþórsson „fiskaði“.
50. mín.  Jakob Már Jónharðsson skoraði eftir sendingu frá Zoran Daníel Ljubicic.
52. mín.  Jakob Már Jónharðsson skoraði eftir sendingu frá Zoran Daníel Ljubicic.
54. mín.  Karl Finnbogason skoraði eftir sendingu frá Jóhanni Steinarssyni.
58. mín.  Jakob Már Jónharðsson skoraði eftir sendingu frá Gunnari M. Jónssyni.


Maður leiksins:

Jakob Már Jónharðsson.  Pilturinn verður bara betri og betri með hverjum leiknum, skoraði 5 mörk og lagði upp eitt.  Hann er svo sannarlega með alvöru framherja hæfileika, hann sér bara markið en sér lítið af samherjum sínum :-)  Vantar framherja í meistaraflokkinn?



Lið Keflavíkur gegn Reyni. 
Efri röð frá vinstri:  Gunnar Magnús Jónsson, Zoran Daníel Ljubicic, Karl Finnbogason, Þröstur Ástþórsson,
Georg Birgisson, Kristinn Guðbrandsson, Ívar Guðmundsson og Ólafur Þór Gylfason. 
Neðri röð frá vinstri:  Jón Ingi Jónsson, Jóhann Steinarsson, Jóhann Magnússon, Jakob Már Jónharðsson,
Haukur Benediktsson, Ragnar Steinarsson, Andri Scheving Sigmarsson (lukkupolli) og Sigmar Scheving.


Maður leiksins; Jakob Már Jónharðsson setti 5 mörk og er markahæsti leikmaður liðsins.


Hvað voru mörkin mörg?  TÍU FINGUR UPP!!!