Jakob Már með sjö mörk gegn Þrótti!
Eldri flokkur Keflavíkur hélt sigurgöngu sinni áfram á Íslandsmótinu þegar liðið lék gegn Þrótti í Laugardalnum s.l. miðvikudag. Sigur Íslandsmeistaranna var mjög öruggur og var staðan t.a.m. orðin 0-3 eftir 3 mínútna leik! Leikurinn endaði með stórsigri Keflvíkinga 4-14. Jakob Már Jónharðsson var sem fyrr á skotskónum og setti gamli varnarmaðurinn sjö mörk í leiknum! Aðrir sem komust á blað voru Friðrik Bergmannsson með tvö mörk og eitt mark gerðu Ragnar Steinarsson, Jóhann Steinarsson, Ólafur Þór Gylfason, Georg Birgisson og Sverrir Þór Sverrisson.
Þess má til gamans geta að Gunnar Oddsson var í liði Keflavíkur í þessum leik. Hann spilaði því með Keflavík gegn Þrótti á miðvikudag og stýrði svo Þrótturum gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á fimmtudag!
Leikskýrsla
Staðan í riðlinum
Markahæstu leikmenn
Jakob Már setti 7 mörk gegn Þrótti.
Gunni Odds var í Keflavíkurbúningnum gegn Þrótti.
(mynd fotbolti.net)